þriðjudagur, september 07, 2004

Prófraunir

Maður er kannski ekki að standa sig best allra þeirra Íslendinga sem þreytt hafa svona inntökupróf í skólanum góða. Ætli maður standi sig ekki þrátt fyrir það. Yfirheyrslan var öll á engilsaxneskri tungu þótt í öllum undirbúningi hafi verið einblínt á það hvort ég gæti beðið um að fá að svara á því útlenda tungumáli með nægilega formlegum hætti eins og heimamanna er venja og siður. Las tilvitnun í persónuleg ummæli Einarssonar H. um íslenskan Sjávarútveg frá árinu 2001. Sama grein varð svo efni þriggja spurninga á öðrum hluta inntökuprófatrílógíunnar sem þreytt var hér af miklum móð.
Eins og - þá verðandi Lögmannsstofa Norðurlands - orðaði það, í heilla óskum sínum og frúar sinnar mér til handa þegar mér loksins tókst að herma eftir föður mínum og útskrifast frá Menntaskólanum á Akureyri; þá eru lok hvers áfanga upphaf annars nýs. Þannig er því komið að ég var ekki fyrr búinn að sækja um að fá að þreyta inntökupróf í framhaldsnám í skólanum góða að ég var farinn að hamast við að undirbúa mig fyrir prófraunina. Virku dagarnir helguðust af því einu. samfara fræðilegum undirbúningi, rýrnaði tungumálahæfnin enda lítil æfing og ekkert viðhald sem fór fram bókasafninu.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home