miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Pabbi flutti

Þá hefur hetjan hann faðir minn fengið samastað með aðhlynningu - sem er vel. Það er ekki verra en svo að það er sjálf gyðja lækinga í norrænni goðafræði sem hlúir nú að honum. Þó ég hafi ekki haldið í höndina á kappanum þá er þetta engu að síður merkilegur dagur fyrir okkur báða. Ég vona að honum líði vel. Einnig óska ég þess að hann láti ekki gamlar grillur vaxa svo að hann njóti ekki dvalarinnar. Þar sem hann býr nú ekki lengur við nettengingu inni á svefniherberginu sínu, þá dregur mikið úr ritræpunni hér.

mánudagur, ágúst 23, 2004

Fagnaðarfundir

Í dag hitti ég í fyrsta skipti síðan ég var í Danmörku, ný kominn frá Færeyjum á leiðinni til Færeyja tvo félaga mína frá því haustið 1997 á Helsingjaeyri, samstundis. Það voru þau Kyooko og Go. Nýji og gamli tíminn mættust þar því þetta var í fyrsta skipti sem þau sáust síðan 16. desember 1997. Kyooko fráskilin og Go nýgiftur. Það var margt skrafað og um margt talað.

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Brúðkaup

Var klæddur á þjóðhátíðarlund en skyggði þó hvorki á brúðguma né brúði, báðar veislurnar voru mjög athyglisverðar. Í fyrri veisllunni gengu brúðhjónin á milli borða og tendruðu kertaljós fyrir gesti sína, eftir að hafa skorið í glæsilega tertu sem enginn fékk að smakka á ekki einu sinni þau. Þar fyrir utan brugðu brúð hjónin sér af bæ í miðri veislunni og komu aftur í nýju dressi. Síari veislan var á öðrum stað og þangað komu hjóni siglandi í faðm gesta sinna á lítilli kænu sem Sjávarútvegsfræðingurinn skoðaði um nokkra stund og vildi róa á halamið því ekki var hann á biðils buxum.