mánudagur, september 20, 2004

Yokohama

skoðaði smá há hýsi sem má tala um að eigi sitthvað skylt við "ofstopafulla reðurdýrkun arkítekta".

laugardagur, september 18, 2004

Fugu

Át en lifi enn. Algjört sælgæti.

Frelsari eða fól

Á þessu ári kemur það í ljós hvort það sé fól sem skrokkur sá er skjöplast um í austurheimi geymir. Að ári liðnu vitum við hvernig horfir í þeim málum. Prófraun á frelsunina kemur síðar, kannski sex árum síðar. Já og viti menn - ég stóðst prófið, þ.e. inntökuprófið.

miðvikudagur, september 15, 2004

Ráð Davíðs

Þá eru ráð Davíðs á ný mín ráð. Ég meina maðurinn er orðinn utanríkisráðherra, ræður því sem er utan ríkisins Íslands. Vonandi verður hann boðberi friðar frelsis hamingju og velsældar í heiminum. Ég kann illa við það ef heimurinn verður vesæll. Við vitum hvað gerðist þó við vitum ekki hvað muni gerast.

laugardagur, september 11, 2004

Nagano

Horfði á brekkurnar sem grönduðu einu raunhæfu von Íslendinga um ólympíuverðlaun í vetrar íþróttum á síðustu öld. Svo segja þeir að það þurfi snjó til þess að menn geti æft sig á skíðum. Ferðalagið hófst á miðvikudaginn, gisti þá skammt frá hofi og svo á fimmtudaginn fór ég á safn um ÓL '98 áður en ég kom mér til Hakuba, í gær leit ég Japanshaf svo eigin augum en gisti í fjalllendinu.

þriðjudagur, september 07, 2004

Prófraunir

Maður er kannski ekki að standa sig best allra þeirra Íslendinga sem þreytt hafa svona inntökupróf í skólanum góða. Ætli maður standi sig ekki þrátt fyrir það. Yfirheyrslan var öll á engilsaxneskri tungu þótt í öllum undirbúningi hafi verið einblínt á það hvort ég gæti beðið um að fá að svara á því útlenda tungumáli með nægilega formlegum hætti eins og heimamanna er venja og siður. Las tilvitnun í persónuleg ummæli Einarssonar H. um íslenskan Sjávarútveg frá árinu 2001. Sama grein varð svo efni þriggja spurninga á öðrum hluta inntökuprófatrílógíunnar sem þreytt var hér af miklum móð.
Eins og - þá verðandi Lögmannsstofa Norðurlands - orðaði það, í heilla óskum sínum og frúar sinnar mér til handa þegar mér loksins tókst að herma eftir föður mínum og útskrifast frá Menntaskólanum á Akureyri; þá eru lok hvers áfanga upphaf annars nýs. Þannig er því komið að ég var ekki fyrr búinn að sækja um að fá að þreyta inntökupróf í framhaldsnám í skólanum góða að ég var farinn að hamast við að undirbúa mig fyrir prófraunina. Virku dagarnir helguðust af því einu. samfara fræðilegum undirbúningi, rýrnaði tungumálahæfnin enda lítil æfing og ekkert viðhald sem fór fram bókasafninu.