þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Nóvember næstum allur

Hætti ekki að þvælast þó ósnortnum áfangastöðum fækki. maður er ekki fyrr kominn til baka frá Kanasawa að maður leggur á ráðin um næstu ferð. Kristni og sannkristnum siðum er varla svo nokkru nemi til að dreifa hér. Hygg ég því á að leita til fjalla til að finna jóla andann. Meira um það síðar. Kanasawa var lágreistur bær með mikilenglegum matvælum og fallegum skrúðgarði, enda tók ekki nema um tvær aldir að fullgera garðinn - frægan.
Leit í heimsókn til fyrirtækis sem áður var söluskrifstofa sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna en er Íslenskt í Japan í dag.
Fer ekki svangur í háttinn...

laugardagur, nóvember 13, 2004

Hokkaido

Eins og allt það sem Japanir skipuleggja eru ferðalög á þeirra vegum skipulögð í þaula. Þar er farið hratt yfir sögu og sögustaði. Otaru og Sapporo svo eitthvað sé nefnt urðu fyrir barðinu á forvitnum Íslending í dag og í gær. Fékk þær fréttir að nú mætti ekki lengur sjást síldarsporður án þess að öll frystitæki væru þanin til hins ýtrasta. Þannig væri ekkert eftir handa bræðslunum. Ferðin hófst í Hakkodate. Meðan ég flæktist þar þá fjölgaði mannkyninu.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Allt í gangi - ekkert að gerast

Það var hér Hátíð hafsins, Hátíð hafs hauksins. og mikið djöfulli er grillaður Hörpudiskur mikið sælgæti. Ef veiðin glæðist þá gæti það farið svo að maður settist að á ættar "óðalinu" í Dalasýslu. Annars komst ég lífs frá október og talaði við höfðingjann í gær. Í stað þess að mæta á Hótelið, enda ekki þirðjudagurinn ellefti. Er búinn að borða með einum af helstu spekingunum hérna. Engnn amerískur spákaupmaður það, enda íslenskur. Áttum mjög gott spjall um sjávarafurðir á Japansmarkaði. Enda hádegismaturinn aldrei ókeypis, þótt að endingu um kvöldverð hafi verið að ræða.