þriðjudagur, mars 15, 2005

mörgum öldum og árum eftir víg Cesars

Febrúar var í heild sinni mein hægur mánuður, afrekaði það þó helst að skríða út á skaga nokkurn sem vísar í suður og sá þar sjóinn. Mars byrjaði ekki með meiri krafi en febrúar lauk. að því slepptu að í febrúarlok gerði prófessor Tanaka mér grein fyrir því að þetta gengi ekki lengur, ég yrði að hætta að hugsa um "hagfræði". Ég, var svona að reyna að átta mig á japönskum siðum og venjum og játti því þó mér þætti ég ekki hafa minnst einu orði á hagfræði allan þann dag. Hitti aftur hvorttveggja Bjarna og Magga en sitt í hvoru lagi að þessu sinni, sennilegast betra fyrir alla. Svo fóru Íslendingar búsettir í Japan á mis við BF og Sæma rokk Eins og Bjarni gerir vel grein fyrir. Í gær var annars hvítur dagur og þurfti maður þá að launa lambið gráa frá því mánuði fyrr. Reyndar launaði maður súkkulaðið með einhverju hvítu í gær. Stefnan er sett á að Kyoto um helgina, og reynt verður eftir fremsta megni að forðast allar flensur fram að því. Svona í tilefni dagsetningarinnar.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home