fimmtudagur, mars 31, 2005

Fischer

Tveir Japanir hafa nefnt nýlegan ríkisborgara Íslands á nafn við mig, tveir íbúar fyrrum Júgóslavíu, einn finni, rússi, eisti og svo tvennt frá Brasilíu. Eftir nokkrar útskýringar fyrir Indónesísku pari og Kínverja á þeirri fullyrðingu að vegna þess að ég væri Íslendingur hlyti ég að vera góður í skák. Þetta var óneitanlega túlkað sem vísir í "nýjasta íslenska mannránsmálið" af amerískum þjóni, en þau sem hlýddu á útskýringuna skildu hvorki eitt né neitt í þessu og höfðu aldrei heyrt heimsmeistarann nefndann á nafn.

laugardagur, mars 26, 2005

Það var aldrei...

að maður skrippi ekki til hinnar fornu höfuðborgar kastala og hofum prídda, Kyoto. Sagan markaði hvert fótmál. Þangað var haldið í hópi góðra vina og ágætis kunningja og enn betri félagi bættist síðar í hópinn. Þar sem tækni tól mitt sem fjárfest var í á síðasta ári varð óviljandi fyrir nokkru hnjaski er með öllu ógerlegt að segja fyrir um hvenær svipmyndum þessarar borgar verður skellt fram á sjónarsviðið. Gull hof og silfur hof, sem er kallað silfurhof á ferðamennskulegum forsendum, annars strætis kastalinn og sexhyrndahofið var brot af því sem barið var augum í góðri heimsókn á góðan stað.

þriðjudagur, mars 15, 2005

mörgum öldum og árum eftir víg Cesars

Febrúar var í heild sinni mein hægur mánuður, afrekaði það þó helst að skríða út á skaga nokkurn sem vísar í suður og sá þar sjóinn. Mars byrjaði ekki með meiri krafi en febrúar lauk. að því slepptu að í febrúarlok gerði prófessor Tanaka mér grein fyrir því að þetta gengi ekki lengur, ég yrði að hætta að hugsa um "hagfræði". Ég, var svona að reyna að átta mig á japönskum siðum og venjum og játti því þó mér þætti ég ekki hafa minnst einu orði á hagfræði allan þann dag. Hitti aftur hvorttveggja Bjarna og Magga en sitt í hvoru lagi að þessu sinni, sennilegast betra fyrir alla. Svo fóru Íslendingar búsettir í Japan á mis við BF og Sæma rokk Eins og Bjarni gerir vel grein fyrir. Í gær var annars hvítur dagur og þurfti maður þá að launa lambið gráa frá því mánuði fyrr. Reyndar launaði maður súkkulaðið með einhverju hvítu í gær. Stefnan er sett á að Kyoto um helgina, og reynt verður eftir fremsta megni að forðast allar flensur fram að því. Svona í tilefni dagsetningarinnar.