fimmtudagur, júlí 28, 2005

1917-2005

Jörðin skalf hressilega að því yfirgengnu þvarr mér í skyndingu kraftur, nokkru síðar barst mér andlátsfregn. Faðir minn er allur. Hvíli hann í friði. Kveðja skrifuð í október 2005.
Hann bar sig vel þegar ég talaði við hann 19. júlí í vikunni þar á undan þó eftirköst byltunnar hefðu komið seinna í ljós.

Ég lét hann vita að ég væri við það að bregða mér úr bænum, að ég væri á leið í vinnubúðir í eina viku. Það voru engar þrælkunarbúðir heldur var það stórskemmtileg reynsla. Þar sauð ég Túnfisk niður í dósir, sem ég ætlaði okkur að gæða okkur á í sameiningu.