sunnudagur, maí 14, 2006

Ströngum fundi lokið

Þá er maður kominn heim af ströngum aðalfundi Félags Íslendinga í Japan. Þetta var sá þriðji í röðinni og sá mest spennandi. Var krefjandi umræða og gagnrýnin um starfsemi félagsin á liðnu starfsári. fundargestir skoðu ársreikning félagsins gaumgæfilega. Árangur af efnahagsaðgerðum gjaldkerans sáust glöggt þó markmiðið væri enn utan seilingar. Þegar að stjórnarkjörinu kom átti sér stað bylting þó lítil merki um flokkadrætti sæjust. Enginn með reynslu af stjórnarsetu í félaginu eftir endurreisn situr nú í stjórninni. Já það var kjörin glæný stjórn í félaginu.

Að fundi loknum var að vísu ekki farið á Tori ichi en hinsvegar smökkuðu menn og konur steikur.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home