miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Maurasprey í maga?

Í ágúst hef ég verið í svipuðum barningi og í júlí og júní og maí og apríl, og mér miðar varla nokkuð á leið að ég tel. Hinsvegar var stefnt til stórræða og áætlað að afreka mikið um nýliðna helgi. Þegar á hólminn var komið var ég kominn með magakveisu, sem mér leist ekkert á. Um tvær ástæður er að ræða;
*Annarsvegar gæti mér hafa verið svo mikið um áætlunina að ég hafi fengið í magann
*Hinsvegar getur verið að ég hafi verið full örlátur á mauraspreyið, þar sem maður var nú komin út fyrir 140-0011 og var líka langt í burtu frá 153-0041, Þá var ég kannski of duglegur við að úða spreyjinu úr brúsanum á mig og umhverfi mitt. Vissulega hætti ég að spreyja þegar ég byrjaði að hósta en kannski var það bara aðeins of seint.
Það voru ekki allir jafn slappir og ég held að Kærnested sé enn kátur.

1 Comments:

Anonymous Bjarni Örn said...

Kærnested er enn kátur!!!

fös. ágú. 25, 11:23:00 AM JST  

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home