fimmtudagur, september 21, 2006

Halldór Blöndal

Halldór Blöndal hefur á Alþingi barist fyrir hagsmunum Kjördæmisins á þrjátíu og níu þingum. Meðal þess sem stendur uppúr á afrekaskrá hans má nefna:
Göngin til Ólafsfjarðar, sem tókst að ná fram á síðustu dögum ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, þó að ráðherrar Alþýðuflokksins mölduðu í móinn í ríkisstjórninni.
Göngin frá Siglufirði til Ólafsfjarðar, sem eru líftaug þessara byggðarlaga.
Þegar Sverrir Hermannsson var búinn með fjárlagskvótann, sem menntamálaráðuneytið hafði, þá króaði Halldór Blöndal, Þorstein Pálsson af út í horni í efri deild fyrir 3. umræðu fjárlaga og sagði að Háskólinn á Akureyri yrði að fá fjárveitingu og það varð.
Þá er ótalin vaskleg framganga hans sjálfs í Samgönguráðuneytinu í átta ár, á umbrota tímum fjarskipta, innleiðingu farsímakerfis og útbreiðslu veraldarvefsins, og framfaratímum í samgöngumálum; griðarleg slitlagning á vegum og raunveruleg áform um skipulagt framhald, sem og lífleg stjórn hans á landbúnaðramálum í heilt kjörtímabil. Ólíkt Al Gore sem sagðist hafa fundið upp veraldarvefinn var Halldór Blöndal sannarlega samgönguráðherra þegar vefvæðing Íslands hófst. Ekki má heldur gleyma sköruglegri fundarstjórn Halldórs á Alþingi á 8 þingum.
Meira á Íslendingi hvar hann hefur verið í fremstu röð lengi.

1 Comments:

Anonymous Árni said...

Blessaður aftur, Árni hérna sem var í Waseda í fyrra.

Er á leið aftur út í stutta heimsókn til Japans í lok Október, verðuru ekki á svæðinu? Ertu ennþá með sama númer? Væri fínt að tala smá íslensku þarna þannig að ef þú ert á svæðinu er um að gera að hittast þarna úti. Ég er með tölvupóstfangið arni_k@hotmail.com sem virkar líka fyrir msn messenger.

PS. Tók bessaleyfi og póstaði Youtube klippunni af sushi kennslunni á blogginu mínu!

mán. okt. 02, 02:36:00 AM JST  

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home