þriðjudagur, október 17, 2006

Ja hérna hér

Í gær gæddi ég mér einhverri þeirri allra bestur pylsu sem ég hef nokkru sinni smakkað. Svo góð var pylsan að hún kollvarpaði hugmyndum mínum um bjúgnakræki. En í nótt reiknaði ég fastlega með því að þær gufur sem gengu upp af meltingunni dygðu til að vekja upp útdauða fílategund í öðru landi. Í það minnsta þóttist ég greina örvæntingu handan hrísgrjónapappírsveggjarins, milli meltingaróhljóðanna, þó hafa nágrannarnir þurft að þola ýmislegt síðan ég flutti inn. Andvakan í nótt átti sér stað í þann mund sem ég ætlaði mér að hafa losað mig við mauraspreyjið úr maganum fyrir fullt og allt.

0 Comments:

Sendu inn athugasemd

Links to this post:

Create a Link

<< Home