fimmtudagur, september 21, 2006

Halldór Blöndal

Halldór Blöndal hefur á Alþingi barist fyrir hagsmunum Kjördæmisins á þrjátíu og níu þingum. Meðal þess sem stendur uppúr á afrekaskrá hans má nefna:
Göngin til Ólafsfjarðar, sem tókst að ná fram á síðustu dögum ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, þó að ráðherrar Alþýðuflokksins mölduðu í móinn í ríkisstjórninni.
Göngin frá Siglufirði til Ólafsfjarðar, sem eru líftaug þessara byggðarlaga.
Þegar Sverrir Hermannsson var búinn með fjárlagskvótann, sem menntamálaráðuneytið hafði, þá króaði Halldór Blöndal, Þorstein Pálsson af út í horni í efri deild fyrir 3. umræðu fjárlaga og sagði að Háskólinn á Akureyri yrði að fá fjárveitingu og það varð.
Þá er ótalin vaskleg framganga hans sjálfs í Samgönguráðuneytinu í átta ár, á umbrota tímum fjarskipta, innleiðingu farsímakerfis og útbreiðslu veraldarvefsins, og framfaratímum í samgöngumálum; griðarleg slitlagning á vegum og raunveruleg áform um skipulagt framhald, sem og lífleg stjórn hans á landbúnaðramálum í heilt kjörtímabil. Ólíkt Al Gore sem sagðist hafa fundið upp veraldarvefinn var Halldór Blöndal sannarlega samgönguráðherra þegar vefvæðing Íslands hófst. Ekki má heldur gleyma sköruglegri fundarstjórn Halldórs á Alþingi á 8 þingum.
Meira á Íslendingi hvar hann hefur verið í fremstu röð lengi.

föstudagur, september 08, 2006

Mikið

Það gekk mikið á um daginn. Í kjölfar fyrradags hefur kvenvæddum skoðunum að mestu verið pakkað saman. Óvíst er með öllu hvort slíkt og annað eins verði viðrað á nýjanleik. Sumir vilja tala afslappað um málin. Aðrir segja enga ástæðu að ræða framhaldið frekar því nú sé allt morgun ljóst.

Það fögnuðu samt ekki alveg allir. Það hefði verið flottara ef dagsetning skurðarins hefði farið saman við fæðingardag Magnúsar á Mel þ.e. menn hefðu frestað "aðgerðinni um einn sólarhring. Menn spá u.þ.b. 150 milljarða veltuaukningu í efnahagslegu tilliti í kjölfar miðvikudagsins.

þriðjudagur, september 05, 2006

Sandkassi


Svei mér þá ef Sandkassi hvar maður hefur á stundum borðað bókhveitinúðlur sést ekki stundarkorn í þessu myndskeiði.