Norðurbryggja og norðvesturlöndin þrjú

"NÚ, þegar lokið hefur verið við endurbyggingu Norðurbryggju í Kaupmannahöfn, sem nú hýsir sendiráð og menningarsetur Íslands, Færeyja og Grænlands, er ekkert í veginum að löndin þrjú sameinist í eina samsteypu, pólitískt, veraldlega og landfræðilega og stofni með sér landabandalag. Og [...] Vestnorræna ráðið, [...] myndi fjalla um sameiningu landanna og samstarf um framtíð norðurslóða í Norður-Atlantshafi, [...]. Skrifað hefur verið undir samning milli Íslands [..] um samskipti, sem gerir ráð fyrir félagsskap á nánast öllum sviðum [...]. Að sögn Halldórs Blöndals forseta Alþingis, kemur jafnvel til greina að Færeyingar kjósi til Alþingis, og hafa sameiginlegt efnahagssvæði milli Íslands og Færeyja. Einnig að gera ráð fyrir frelsi á sviði vöruskipta og fjárfestingamála, heilbrigðismála og annarra málaflokka til viðbótar."

PÁLL G. HANNESSON,

Ægisíðu 86,

107 Reykjavík.